Áramótaannáll

Þar sem ég hef lengi ætlað mér að hætta með Folk.is síðuna mína og byrja annarsstaðar, þá taldi ég nýtt ár vera hinn fullkomna tíma fyrir það. Hér er svo fyrsta blogg ársins, og jafnframt það lengsta sem ég hef gert

Nýtt ár er gengið í garð og óska ég öllum velfarnaðar á nýju ári.

Árið 2004 var á margan hátt frábært ár og margt sem seint mun gleymast gerðist einmitt á þessu ári. Svo ég stikli á stóru þá var þetta svona helst í minningunni, í persónulega lífinu og því sem gerðist í heiminum(ekki fréttum þó, nóg að áramótaannálum til um það). Þetta er ansi veglegur annáll hjá mér, þó ég segi sjálfur frá og verið óhrædd við að lesa þetta þótt þetta sé svolítið langt hjá mér. Reyni að hafa þetta áhugavert:p

Lok grunnskólans og ferðirnar sem því fylgdu:

Eftir 9 viðburðarrík ár í Ölduselsskóla var tími til kominn að útskrifast. Ég tók þessi alræmdu Samræmdu próf(vó, rímar) og ég stóð mig framar vonum í þeim, enda hafði ég lagt hart að mér seinustu dagana fyrir prófin. Eftir samræmdu prófin var ákveðið að halda í ferð út á land, “óvissuferð” sem allir vissu hvert var farin 😛 Við fórum í River-rafting og gistum eitthversstaðar sem ég man ekki hvar er. River raftingið var fínt, en jafnaðist ekkert á við hina sögufrægu vökunótt þar sem svefngalsi kom ansi mikið við sögu. Sagt var að ég, Róbert og fleiri höfum toppað allt í vitleysisgangi, fórum í “Leikinn sem ekki er hægt að tapa”, þagnarbindindi(sem ég skemmdi í 90% tilvika:O) og margt annað frábært.

Svo nokkru síðar fór öllu fámennari hópur í aðra ferð með skólanum. Þessi ferð var ekki síður frábær og allt í fína með það, frábært veður og óviðjafnanlegt landslag Snæfellsnes var bara algjörlega útúrkú frábært.

Síðan var útskriftin mjög tregablendin, margar frábærar minningar sem maður á um gamla skólann sinn, en eitthverntíma varð þetta að gerast.

Sumarfríið

Ég átti mjög gott sumarfrí, og það var meira að segja næstum allt frí, en ekki vinna og leiðindi.

Ég tók því vægast sagt rólega og var bara að dóla mér eitthvað fram eftir sumri, horfði á hreint út sagt frábært EM mót(í fótbolta að sjálfsögðu) og var mörgum frábærum klukkutímum eytt fyrir framan skerminn.

Svo um miðjan júlí fór ég í fína ferð á Vestfirði, ekkert sjónvarp, enginn sími og ekkert rafmagn í heila viku. Bara náttúran, bækur, geisladiskar og fjölskyldan(eða partur af henni). Í þessari ferð las ég mína fyrstu bók í langan langan tíma og hafði gaman af.

Mjög fljótlega eftir þessa ferð fór ég yfir til Bandaríkjanna og það var frábært. Var með frænku minni og frænda, og allt í góðu með það. Vorum í Flórída í eitthverja daga og héldum svo til New york, sem er yndisleg borg þótt dvölin þar hafi verið í styttra lagi. Var búinn að blogga um ameríkuferðina svo ég geri það ekki aftur.

Nýtt upphaf

Svo þegar sumarið var liðið var tími til kominn að fara í skólann. En ekki ölduselsskóla, af því nú var ég kominn á menntaskólaaldur og hafði ég eftir miklar pælingar og athuganir ákveðið að fara í Menntaskólann við sund. Byrjaði allt mjög stirt í upphafi svona eins og gengur og gerist og svo opnaðist þetta fljotlega og fór að verða skemmtilegra. Segi nú ekki að ég sé í hinum fullkomna bekk, en inn á milli leynast ýmsir gullmolar og stórskemmtilegir einstaklingar. Svo margir sem ekki eru í bekknum mínum sem einnig eru brillý. Námslega séð hefur skólinn gengið bara eins og rökrétt framhald af grunnskólanum, jafnvel eitthvað léttara. Einkunnirnar eru í samræmi við það, semsagt miðjumoð og meðalmennska.

Ég býst við eitthverri uppstokkunn í bekknum eftir áramót, sumir fara annað og aðrir koma í staðinn. Hvernig það verður veit ég ekki og vona ég að sjálfsögðu að söbstitjútarnir verði betri en þeir sem hurfu á braut.

….Ársins 2004

Plata ársins:

Margt sem kemur til greina, ætli ég velji þó ekki plötu Ian Brown-Solarized. Mjög góð plata í alla staði, fjölbreytt og framandi. Aðrar plötur sem komu til greina voru plötur Franz Ferdinand, Modest Mouse, Brian Wilson og Killers. Allavega það sem ég man í augnablikinu.

Lag ársins:

Ég tók upp þann nýja sið í gær, gamlársdag-að lag ársins hjá mér yrði seinasta lag sem ég hlustaði á það árið. Ég valdi lagið “Float on” með hljómsveitinni Modest mouse sem lag ársins 2004. Einnig voru t.d. lagið “What I saw” með hljómsveitinni Killers, ásamt mörgum öðrum frábærum lögum

Tónleikar ársins:

Ég fór á nokkra tónleika í sumar, Deep purple, Placebo og Prodigy. Ákvað að sleppa því að fara á Metallica og horfa á úrslitaleik EM í staðinn. Tónleikarnir voru allir frábærir. Held ég velji tónleika ársins samt tónleika Placebo sem þá bestu á árinu og eru eflaust margir ósammála mér með það, en það var bara eitthvað við þessa tónleika sem var frábært. Og ekki skemmdi upphitunarhljómsveitin Maus neitt fyrir.

Ball ársins:

Fór á nokkur skólaböll í ár, misgóð eins og gengur og gerist. Bæði hjá MS og í ölduselsskólanum gamla góða. Held ég velji samt bæði lokaball ölduselsskóla (þar sem svitabandið lék fyrir dansi) og einnig Busaball MS.

Afmæli ársins:

Afmæli Gauta Jan, eitthverntíma í febrúar hlýtur þennan heiður. Ekkert venjulegt afmæli skal ég segja ykkur. Við Ole byrjuðum að halda upp á það með því að halda uppi hefðinni og kveikja í einu stykki pappakassa og það er alltaf jafn gaman. Svo keyptum við Ole okkur köku og notuðum þá afsökun að þetta væri vegna afmælis Gauta, en Gauti fékk samt aldrei að bragða kökuna :p Afmælisgjöfin hans Gauta var svo nokkrir latexhanskar fylltir af allskyns góðgæti og ekki góðgæti, soðin hrísgrjón, þurr hrísgrjón, mjólk, vatn og te fylltu þessa hanska. Tilganginn með því veit ég ekki.

Þá held ég að þetta sé bara komið að mestu leyti, en það er eitthvað undarlegt að lítið er frá janúar til maí sem mér þótti minnisvert :p Ástæðuna veit ég ekki, en man að þetta voru líka frábærir mánuðir.


Ef þið viljið kommenta þá þurfið þið ekki að skrá ykkur,þið ýtið á linkinn „Or Post Anonymously“

Og munið þá að skrifa undir hver skrifaði svo það fari nú ekki allt í mask, er að reyna að koma þessu öllu í betra horf.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s