Doktorsritgerð

Fjölmargir þættir geta haft áhrif á fólk, bæði góð og slæm. Unglingar eru þó veikari en aðrir fyrir utanaðkomandi áreiti hvað varðar tísku og þvíumlíkt og sumir gera hvað sem er til að falla inn í hópinn, meðan aðrir gera allt til að falla ekki inn í hópinn(en falla þó í þann hóp fólks sem vill ekki falla inn í hópinn, þetta hefur maður oft séð.) Þeir þættir sem ég tel hafa mest áhrif á mína framkomu, hegðun, líðan og klæðaburð er eftirfarandi:

  • Vinirnir-Fólkið sem maður umgengst mest mótast maður að sjálfsögðu mikið af, mest þó andlega. Það heyrir til undantekninga ef félagarnir úr vinahópnum hafa svipaðan eða eins fatastíl.
  • Sjónvarp- Það sem ég sé í sjónvarpinu gefur mér ýmsar hugmyndir um hvernig ég á að haga mér í ákveðnum aðstæðum. Þótt að sjónvarpsþættirnir séu ekkert alltaf að sýna 100% raunveruleika þá eru margir þættir sem koma nærri því. Húmor minn byggir að eitthverju leiti á efni sem ég hef séð úr sjónvarpinu og það klikkar ekki að rifja upp “golden moments” úr eitthverjum sjónvarpsþættinum í góðra vina hópi.
  • Tímarit- Margt sem ég les í tímaritum hefur áhrif á hvað ég geri og hvað ég geri ekki. Þar sé ég hvað er “inn” og hvað er “út” og þótt ég fylgi ekki mikið því sem er inn þá vil ég nú helst ekki gera neitt mikið af því sem þykir ekki hipp og kúl.
  • Tónlistin- Tónlistin sem ég hlusta á er alltof fjölbreytt til að ég geti fylgt eitthverri tísku sem fylgir ákveðinni tegund af tónlist. Hlusta á tónlist frá hippatímanum,diskótímabilinu, pönksenunni, 80’s og svo því sem er að gerast í dag. Allt þetta hafði sinn stíl og fylgi ég því ekki frekar en öðru. Tónlistin hefur vissulega mikil áhrif á hvað ég tala um við vini mína enda er hún eitt af aðaláhugamálunum mínum.
  • Fatatíska- Ég er ekki sú týpa sem hleyp strax út í næstu búð og kaupi eitthvað ef ég sé það auglýst í eitthverju glanstímaritinu. Ég kaupi mér bara þau föt sem mér finnst þokkalega smekkleg og þægileg og eru ekki rándýr.
  • Íþróttir- Ég er mikill íþróttamaður, þá sérstaklega þegar kemur að fótbolta. Líðan mín stjórnast stundum mikið af því hvernig uppáhalds liðunum mínum er að ganga. Ef þau tapa þá verð ég oft ansi pirraður, en þó oftast bara stutt í einu. Ef liðin vinna hinsvegar, þá getur það bjargað slæmum degi fyrir mig. Ég fylgist mikið með fréttum úr íþróttaheiminum og það hefur meðal annars áhrif á hvernig ég les blöðin og skoða internetið. Ég skipulegg oft atburði kringum íþróttaviðburði, og eru íþróttirnar oft efst í forgangsröðinni.
  • Skólinn- Skólinn hefur mótað mig einna mest. Þar kynntist ég langflestum vinum minum og þar lærði ég að umgangast annað fólk. Þaðan hef ég mesta vitneskju mína og í skólanum hafa margir af bestu hlutum míns lífs skeð. Í skólanum sést kannski einna best hvað er í tísku þar sem að það er jú fólkið sem mótar tískuna að langmestu leyti.
  • Slys- Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum alvarlegum slysum og ekki neitt af fólkinu sem ég umgengst. Ég veit það þó fyrir víst að ef slíkt myndi henda þá myndi það hafa ómæld áhrif á mig og þá sem í kringum mig eru.
  • Mistök- Ég held að mistökin sem maður hefur gert í lífinu hafi alltaf mikil áhrif, því ekki vill maður gera sömu mistökin tvisvar. Mistökin eru til að læra af þeim og þau eru ófá sem ég hef gert. Það sem drepur þig ekki gerir þig aðeins sterkari, er oft sagt og tel ég það vera mjög satt.
  • Fjölskyldan- Ég hef lært margt af fjölskyldunni minni. Þau hafa alið mig upp að mestu leyti og kennt mér grundvallarreglurnar í lífinu og það hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á mig.Ef þið viljið kommenta þá kommentið þið bara sem Anymous, farið í Post a comment og gerið „Post anymously“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s