Fyrirsögn á pósti

Vá hvað ég hata það þegar öll heimavinna og allt sem þarf að gera leggst á eina viku. Reyndar eru þessar búnar að vera tvær og hefur það haft sín áhrif á skapið mitt.

Komst að því að ef utandeildarliðið Hrútur yrði að veruleika yrðum við langyngsta liðið. Eftir stutta athugun þá sýndist mér flestir í utandeildinni vera komnir yfir tvítugt og það voru heilir tveir eða þrír sem voru undir tvítugt þarna. Þannig ef að liðið okkar með 20 sextán-sautján ára drengjum yrði það langyngsta þarna. En það væri gaman að prófa.

Svo er hún Hildur Vala orðin Ídol stjarna. Var fullviss um að hún væri best eftir að ég sá þessa
frammistöðu hjá henni, mun flottari en orginallinn(Með George Michael).

Hef mikið verið að hlusta á dúettinn Súkkat upp á síðkastið. Frábært band sem fólk ætti að kynna sér (sömdu lögin góðkunnu Kúkur í lauginni(sem fær aldrei bréf) og svo Vont en það venst))

Svo er þetta verðstríð alveg gaga, keypti 2 kíló af vínberjum á 24 krónur. Gaf smáfuglunum góðan skerf, en vínber er bestóhalds ávöxturinn minn:D (mæli líka með Vínberjum í pulsubrauði…mmm, hljómar undarlega en er frábært)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s