Klukk

Jæja, ég var búinn að bíða lengi eftir að eitthver klukkaði mig og það fór svo að hallgrímur gerði það:p

En hér koma semsagt fimm staðreyndir um mig:(reyni að koma með eitthvað sem ég hef ekki sagt 18 sinnum áður, sjáum hvernig það tekst)

 1. Ég varð 17 ára í janúar og hef bara einu sinni keyrt bíl, það var á eitthverju bílaplani, hætti í stresskasti eftir tvo hringi. Hef svo að sjálfsögðu ekki enn farið í ökuskóla.
 2. Fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti var Americana með hljómsveitinni Offspring. Fílaði diskinn í tætlur og geri enn.
 3. Ég hlustaði einu sinni á FM 957 en finnst fátt leiðinlegra en sú stöð í dag. Ég vill þó meina að þetta hafi bara verið eitt sumar sem ég hlustaði á stöðina (sumarið ’99) en það gæti verið að ég hafi bara ekki viljað muna eftir þessu tímabili
 4. Ég hætti að æfa fótbolta með Víking af því mér leiddist svo að vera í marki, skipti yfir í FRAM og sé ekki eftir því í dag……auðvitað datt mér ekki í hug að segja „nei ég vil ekki vera í marki“ á þeim tíma sem ég hætti :p
 5. Ég var kallaður „foringi bekkjarins“ í þriðja eða fjórða bekk af því að ég átti að stjórna bekknum í öllum illu gjörðunum sem bekkurinn gerði. Ég var kosinn þetta í lýðræðislegri kosningu og var grautfúll með þetta. Ef eitthver myndi kalla mig „foringja bekkjarins“ í dag myndi ég skellihlæja þar sem að ég er feimnasti maður á jarðríki, verð að fara aftur í foringjahlutverkið-hitt gengur náttúrulega ekki!

Jæja, þá vitiði það. Ég ætla svo að klukka Dögg, Danna(ef hann heldur áfram að blogga), Gauta(ef hann heldur áfram að blogga), Cerasum gengið(ef þau halda áfram að blogga), Júlíönu(ef hún heldur áfram að blogga), Þorstein Guðmundsson atvinnumann(ef hann heldur áfram að blogga) og svo Völu DJ…….

Segir þetta ekki soldið um ástandið í bloggheimum, næstum allir sem ég ætlaði að klukka eru óvirkir í blogginu, þó þau hafi bara orðið óvirk tiltölulega nýlega þá er þetta slæmt mál!

Gúbbæ…

Auglýsingar

Góði downloadarinn

Ég tók um helgina mitt fyrsta skref í að vera svokallaður „góður downloadari“. Það felst í því að kaupa þá mússík sem mér líst vel á og finnst góð. Ég keypti 13 æðislega diska og það eru þessir:

Suede-Singles
Blur-Modern life is Rubbish
Strokes-Room on Fire
Strokes-Is this it
Travis-12 memories
Travis-The man who
Hrekkjusvín-Lög unga fólksins
Maus-Musick
Maus-Lof mér að falla að þínu eyra
Cat stevens-Teaser and the firecat
Jethro Tull-Songs from the woods
Iron maiden-Dance of death
AC/DC-Back in Black

Fyrir alla þessa diska borgaði ég svo 13 þúsund krónur, ágætis díll það.
………………………….

Sáuði þennan þátt þarna „Kallakaffi“ á Rúv? Þetta er eitthver stæling á Staupasteini(Cheers) og meiraðsegja merkið er eins. En mér fannst allavega fyrsti þátturinn ansi hallærislegur og þeir voru meiraðsegja með dósahlátur, sem er náttúrulega það asnalegasta og mest pirrandi í heimi, hvað þá í íslenskum þáttum. Svo voru þessir þættir voða lítið fyndnir og bara eitthvað óraunverulegir. Falleinkunn hjá mér!
………..

Ég er að spá í að láta síðu lokkana fjúka, vitiði um góða hárgreiðslustofu?
……..

….þetta helst

Jæja, afsakið að það hefur ekki komið blogg hér í heila viku. Annars hefur voða lítið skeð, en þetta er samt það helsta:

Danni Pork á afmæli í dag, 17 ára….veiiiiii

Ég verzlaði mér þrjá geisladiska í gær

FRAM tapaði úrslitaleiknum gegn val á mjög ósanngjarnan hátt, ég held ég hati val meira en kr…og þá er mikið sagt :S

Ég er ekkert búinn að borða af viti í vikunni þar sem ma og pa eru í útlöndum. Fæðan mín hefur einkennst af þremur hlutum -, Bónus pizzur, beyglur með hindberjasultu og Havre-fras morgunkorn.

Hljómsveitir stundarinnar:

Suede
Pulp
Cast
Strokes
Arcade Fire
Kula Shaker
Franz Ferdinand
Hard-Fi
Killers

Þá var það komið, takkogbless

Sorgardagur

Í dag er mikill sorgardagur. FRAM féllu úr efstu deild landsbankadeildarinnar með skömm og sýndu litla tilburði í lokaleiknum til þess að halda sér uppi. Mér hefur oft þótt liðið leika verr en í ár en það er ekki spurt að því, eftir áralanga baráttu við falldrauginn hlaut að koma að því.

En þá er bara einn leikur eftir og það er bikarúrslitaleikurinn gegn Val, eins gott að menn hysji upp um sig brækurnar og rústi þessum leik!

Annars er stórleikur á morgun, Liverpool-man utd. Það verður vonandi eitthvað skárra en þessi hörmungarleikur sem var boðið upp á í laugardalnum.

Ég lýsi hér með yfir þjóðarsorg.

Púlp

Ég held að Pulp sé ein af þeim hljómsveitum sem kemst næst því að láta mig fá þá fílingu sem ég fæ þegar ég hlusta á Stone Roses. Sérstaklega platan Different Class, æðisgengin plata þar á ferð…
——–
Ég hata að þurfa að horfa á alla Liverpool leikina á Players því ég þarf undantekningalaust að fara í sturtu og skipta um föt frá toppi til táar vegna ógeðslega mikillar reykingalyktar, skammskamm.
—–
Aðalmunurinn á bekknum núna og í fyrra er að núna vantar mann eins og Bjarna til að láta mann ekki deyja í líffræðitímum. Núna þarf ég víst að sætta mig við að deyja í þessum tímum, æjæj
——-
Lög dagsins: I spy og Common people með Pulp.

p.s. Það er hægt að kaupa appelsínusafa sem inniheldur Pulp :O

Herra fullkominn?

Menn hafa haft það á orði að ég sé fullkominn. Svo er því miður ekki, ég hef mína galla. Sem dæmi um þessa galla er:

 • Ég get ekki gert armbeygjur(ekki margar allavega)
 • Ég get ekki bjargað mér í sögum sem ég kann ekki 100%
 • Ég get ekki sungið
 • Ég get ekki dansað(ekkert nema Biggadansinn)
 • Ég get ekki leikið
 • Ég er með mislangar lappir og of breiðan fót þannig að allir skórnir mínir eyðast upp á hliðinum
 • Ég þarf að nota gleraugu/linsur enda með -5 á báðum augum
 • Ég borða ekki sveppi
 • Ég hata fatabúðir
 • Ég get ekki sagt Sphinx
 • Það er alltaf drazl á skrifborðinu mínu, sama hversu mikið ég tek til þar

……..Eins og sjá má er ég ekki alveg fullkominn, þó ég sé nokkuð nálægt.

Franz

Franz Ferdinand voru einum of góðir :O 😀 😉 🙂

Þvílíkur stemmari, þeir tóku helling af nýjum lögum(sem ég hafði reyndar kynnt mér áður) og þau lög lofa góðu…..var alveg upp við sviðið, víjúvíjú….