Klukk

Jæja, ég var búinn að bíða lengi eftir að eitthver klukkaði mig og það fór svo að hallgrímur gerði það:p

En hér koma semsagt fimm staðreyndir um mig:(reyni að koma með eitthvað sem ég hef ekki sagt 18 sinnum áður, sjáum hvernig það tekst)

  1. Ég varð 17 ára í janúar og hef bara einu sinni keyrt bíl, það var á eitthverju bílaplani, hætti í stresskasti eftir tvo hringi. Hef svo að sjálfsögðu ekki enn farið í ökuskóla.
  2. Fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti var Americana með hljómsveitinni Offspring. Fílaði diskinn í tætlur og geri enn.
  3. Ég hlustaði einu sinni á FM 957 en finnst fátt leiðinlegra en sú stöð í dag. Ég vill þó meina að þetta hafi bara verið eitt sumar sem ég hlustaði á stöðina (sumarið ’99) en það gæti verið að ég hafi bara ekki viljað muna eftir þessu tímabili
  4. Ég hætti að æfa fótbolta með Víking af því mér leiddist svo að vera í marki, skipti yfir í FRAM og sé ekki eftir því í dag……auðvitað datt mér ekki í hug að segja „nei ég vil ekki vera í marki“ á þeim tíma sem ég hætti :p
  5. Ég var kallaður „foringi bekkjarins“ í þriðja eða fjórða bekk af því að ég átti að stjórna bekknum í öllum illu gjörðunum sem bekkurinn gerði. Ég var kosinn þetta í lýðræðislegri kosningu og var grautfúll með þetta. Ef eitthver myndi kalla mig „foringja bekkjarins“ í dag myndi ég skellihlæja þar sem að ég er feimnasti maður á jarðríki, verð að fara aftur í foringjahlutverkið-hitt gengur náttúrulega ekki!

Jæja, þá vitiði það. Ég ætla svo að klukka Dögg, Danna(ef hann heldur áfram að blogga), Gauta(ef hann heldur áfram að blogga), Cerasum gengið(ef þau halda áfram að blogga), Júlíönu(ef hún heldur áfram að blogga), Þorstein Guðmundsson atvinnumann(ef hann heldur áfram að blogga) og svo Völu DJ…….

Segir þetta ekki soldið um ástandið í bloggheimum, næstum allir sem ég ætlaði að klukka eru óvirkir í blogginu, þó þau hafi bara orðið óvirk tiltölulega nýlega þá er þetta slæmt mál!

Gúbbæ…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s