Baldur Goth


Jæja, nú get ég ekki staðist mátið og sagt ykkur frá ansi hreint undarlegum atburði.
Þannig er mál með vexti að ég var ásamt bekknum í enskutíma hjá honum Baldri enskukennara. Baldur er frekar venjulegur fimmtugur kall að öðru leiti en því að hann er með spangir og slefar soldið útaf því. En það er ekki sagan…..
Í lok fyrri enskutímans horfir Baldur út um gluggann(og gluggarnir eru þannig að maður getur horft út án þess að fólk sjái mann-speglagluggar) og hann segir frekar hátt „Sjáiði þetta þarna, er þetta eitthvað Goth eða?“ og bendir á stelpu sem var í síðum leðurfrakka og eitthvað sjitt. Og auðvitað sprettur allur bekkurinn á fætur til að sjá undrið.
Það voru greinilega ekki allir sáttir með útganginn á stelpunni og öskruðu eitthverjir „Ojjjjjjjjjjjj!!!“ og fleira í þeim dúr….og ekki nóg með það, heldur kom einn bekkjarbróðir minn og kallaði yfir bekkinn „Hey, eigum við að opna gluggann og öskra ‘FRÍK!!’ ?…

Eftir öll hrópin og köllin labbar Baldur út úr stofunni en kemur svo inn fljótt aftur leiðandi eitthverja stelpu..en ekki bara eitthverja stelpu, heldur einmitt Goth stelpuna :O :O :O Fyrst hélt ég að hann væri að sýna okkur eittvað freekshow eða eitthvað en hann segir „Hæ, mig langaði bara að kynna ykkur fyrir dóttur minni, þetta er Erla„……..

Stelpan skyldi ekkert í af hverju pabbi hennar var að sýna hana fyrir bekknum og stelpan var eitthvað vandræðaleg og Baldur labbar með henni út. Bekkurinn springur náttúrulega úr hlátri þegar hann var farinn og andrúmsloftið þegar Baldur kom inn aftur var….æjj þið megið bara giska…….

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s