Emily Rose og særingar(ekki kvikmyndagagnrýni)


Ég ákvað eftir að ég sá þessa mynd um Emily Rose að lesa aðeins um svona exorsisma(særingar). Ég fann þá þetta myndband
Þetta myndband sýnir hvernig svona særingar fara fram(alvöru). Það er ekkert svona hræðilegt sem maður sér í þessu myndbandi(engin bregðuatriði eða nærmyndir eins og í bíómyndinni, þetta er soldið klippt til þar sem þetta er frétt) þannig að það ætti að vera í lagi fyrir viðkvæmar sálir að horfa á þetta. Svo er til hljóðupptaka af svona særingu, hún er reyndar eitthvað sem þessar viðkvæmu sálir gætu hugsanlega ekki þolað(og sérstaklega ef þeir trúa á að svona sé til). þar sem djöfullinn sjálfur mun vera að tala. Upptakan er ekki sú skýrasta í heimi en það heyrist samt greinilega hvað er að gerast, nokkuð ógnvekjandi svo ég VARA YKKUR VIÐ að hlusta á þetta ef þið teljið ykkur ekki höndla það.
—-
Myndin er mjög lauslega byggð á staðreyndum verð ég að segja eftir að hafa lesið um hana og þá atburði sem myndin er byggð á. Ef fólk nennir að lesa um þetta mál, þá bendi ég á þessa grein. Greinin fannst mér bara nokkuð áhugaverð, komst meðal annars að því að hnéð á Emily Rose var gjörónýtt eftir að hún hafði snúið fætinum við 600 sinnum(svipað og með hálsinn á stelpunni í The Exorcist).
En þótt myndin sé ekki endilega hliðholl sannleikanum þá heldur hún sig þó við sá staðreynd að særingar hafi verið reyndar á Emily Rose(sem hét Annelise Michel í alvörunni) þannig að þið megið enn hræðast myndina….úúú :O

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s