Under pressure…

Jæja, næstu tvær vikur eiga eftir að verða erfiðar fyrir mig. Ástæðan? Jú andsk*tans prófin 😮 En ég hef sett mér það markmið að fara heim til ömmu(eða á bókasafn) og læra þar frá því ég kem heim úr skólanum og fram til klukkan tíu. En það er vika í fyrsta prófið og ég gerði eins og ég hef alltaf gert, læri námsefni heillar annar á tveimur vikum, þrátt fyrir að hafa ætlað að taka mun fastar á þessu eftir seinustu prófatörn. En ég stefni samt aftur að því á næstu önn að læra jafnt og þétt, en ástæðan fyrir því að það gekk ekki núna var að það var aldrei svo mikið að læra að ég nennti að fara upp á bókasafn eða til ömmu að læra(notabene, get ekki haldið einbeitingu til að læra heima hjá mér). En það er samt ótrúlegt hvað mér text að læra mikið þegar ég legg mig í það, get alveg lært 6 tíma á dag(eftir skóla) ef það er nauðsyn.

Þar sem ég er mest allan daginn hjá ömmu þá mun ég varla blogga mikið en hún á tölvu með Módemi, sem þýðir að internetið er 100 sinnum hægara en maður á að venjast á gervihnattaöld.

Ég veit ekki hvernig ég verð í mannlegum samskiptum eftir tvær vikur, ég kem heim ellefu-hálftólf á kvöldin og kemst ekki einu sinni í leikfimi, sem er einmitt afar slæmt þar sem ég lifi bara á kókópöffsi hjá ömmu gömlu.

Biggi mælir með:

  • Að fólk læri jafnt og þétt yfir skólaárið
  • Hlusti á Hard-Fi
  • Borði eitthvað annað en kókópöffs
  • Sofi vel(sem ég geri ekki, sést á því að ég skrifa þetta blogg klukkan tvö um nótt)
  • Borði Havre Fras, det danske dejligt
  • Sæki um hjá Póstinum, því það er svo hressandi að geta hlustað á tónlist 8 tíma á dag(eða 5 tíma ef fólk er ekki latt eins og ég) og fengið borgað fyrir að fara í göngutúr
  • Mæli með að fólk fari á March of The Penguins(eða Le marce de l’empereur) sem hlýtur að vera allra besta myndin í bíó í dag
  • Svo mæli ég að sjálfsögðu með að fólk nái sér í Mozilla Firefox og hætti að hleypa vírusum og hökkurum inn í tölvuna sína með því að nota Internet Explorer. Auk þess sem Firefox hefur svo miklu fleiri kosti fram yfir IE, fljótari, öruggari, minni pop-upar og góðar viðbætur.

Að lokum legg ég til að Danska verði lögð í eyði.

Auglýsingar

2 thoughts on “Under pressure…

  1. Búinn að sækja um hjá póstinum?Úff… ég ætlaði nú að reyna að komast eitthvert annað, en ætli maður endi ekki þar líka… Varstu ekkert kominn með leið á þessu í lok sumars? Ég var alveg að deyja úr leiðindum.

  2. já ég er búinn að sækja um…ég var allavega minna pirraður hjá póstinum en í öðrum vinnum :p…En ég er aðallega að vinna því ég hef ekkert betra að gera í fríinu 😮

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s