Vond lög með góðum böndum


Ég var að leiða hugann að því hvað góðar hljómsveitir geta gert léleg lög.

Bítlarnir hafa gert eitthvað um 200 lög og það eru svona 190 þeirra frábær, en guð minn almáttugur fara í taugarnar á mér. Til dæmis ‘Baby you’re a rich man’, ‘Sgt Peppers lonely hearts club band’ og ‘Drive my car’.

Ég veit nú ekki hver gerði ‘I shot the sheriff’ upprunalega, en vá hvað þetta er hroðalegt lag. Á það í nokkrum útgáfum, hver annarri verri.

Það sem er þess valdandi að London Calling platan með The Clash er án efa lagið Jimmy Jazz, boooring drasl.

En meistari David Bowie á örugglega met í lögum sem geta flokkast undir Vond lög með góðum böndum. Eins og þessi nýju teknólög sem hann er að gera, skilur þau eitthver?
Kentucky Woman með Deep purple er annað svona leiðindalag, tóku það á tónleikunum hérna á Íslandi minnir mig. Og talandi um bönd sem ég hef séð á tónleikum, þá er lagið ‘Bring Your Daughter To The Slaughter’ með Iron Maiden algjör skömm fyrir þetta band. Fyrst þegar ég heyrði þetta lag hélt ég að þetta væri bara léleg Maiden eftirherma, en þetta var greinilega bara lélegt maiden lag. Og meiri íslandsvinir, Muse lagið ‘Falling down’ er nú bara væll í fimm mínútur og lítið stuð þar á ferð. Svipað því lagi er síðan lagið ‘Húsin Mjakast Upp’ með Spilverkinu.

Meistari Megas hefur ótrúlegt en satt, átt sín slæmu lög. ‘Álafossúlpan‘ er t.d. 7 mínútna lag þar sem sama setningin er endurtekin allan tímann. Frekar mikið glatað lag.

Svo er það ofmetnasta Red hot Chili peppers lag allra tíma, nefnilega lagið Give it away. Bæði er það ógeðslega leiðinlegt og síðan held ég að viðlagið sé það mest pirrandi í víðri veröld.

Maður getur nú ekki endað svona upptalningu án þess að nefna uppáhalds hljómsveitina sína….Stone Roses. Þeim kumpánum finnst nefnilega eitthvað sniðugt að hafa eitt afturábak lag á hverri plötu(já, líka Greatest hits og þannig plötum) og þessi lög eru undantekningalaust leiðinleg og vel til þess fallin að spóla yfir.

Og já, ég ætla að kjósa Yellow Submarine sem versta lag allra tíma.

Auglýsingar

2 thoughts on “Vond lög með góðum böndum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s