Vændi

Kona selur sig

Ég er að skrifa ritgerð um vændi, mjög áhugavert allt

saman. Í þekkingarleit minni hef ég meðal annars komist að því að vændiskonur hafa ekki meiri þörf fyrir samneyti við karlmenn en aðrar konur, vændi er ekki elsta atvinnugreinin (prestadómur er sú elsta), flestar vændiskonur eru ekki eiturlyfjafíklar – þó vissulega sé ákveðinn hluti þeirra það.

Það eru til nokkrar tegundir vændiskvenna. Fyrst ber að nefna götuhórur, en þær eru þær lægst settu. Þetta er hórurnar sem bíða eftir kúnnum úti á götuhorni og fara svo upp á hótelherbergi til að sinna kúnnanum. Oft bjóða þeir mönnum upp á einn snöggan í bílsætinu. Þar sem þær fá svo illa borgað reyna þær að ná sem flestum kúnnum á sem stystum tíma – hótelþjónustan tekur um 15-30 mínútur, en það er sannkölluð hraðþjónusta í bílaviðskiptunum, en þær gera sitt besta til að vera ekki lengur en 15 mínútur með kúnnanum. Þessar vændiskonur eru líklegastar til að vera misnotaðar – af kúnnum, pimpum og jafnvel lögreglunni. Þær neyðast til þess að taka þátt í grófustu kynlífsathöfnunum og lenda gjarnan í því að vera rændar, barðar eða þeim nauðgað. Þær sem ungar eru í bransanum (undir 16 ára) eru líklegastar til að lenda í þessum ófögnuði.

Í næsta bloggi mun ég fjalla um aðrar tegundir vændis.

Auglýsingar

4 thoughts on “Vændi

  1. Þessi misskilningur um að vændi sé elsta starfgreinin er skiljanlegur. Prestdómur og hórdómur er ekki svo ósvipað… neinei bara djók…. eða hvað?

    Annars er margt skemmtlegt hægt að ræða um vændi. Bíð því spenntur eftir næsta bliggi (ílla lélega samsett orð bloggi + biggi…)

    Kv.
    D

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s