Tölvuleikjanostalgía – NES og SegaMega

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góður í tölvuleikjum. Ég held reyndar að það séu algjörar undantekningar ef ég næ að klára heilan tölvuleik. Fyrsta tölvan sem ég man eftir að hafa leikið mér í var eldgamla Nintendo, eða NES. Eftirminnilegasti leikurinn þaðan var boxleikur sem kenndur var við Mike Tyson. Svo var annar leikur sem að fjallaði um Nemó sem var í draumalandi fullu af sveppum og skrítnu liði. Svo átti maður að sjálfsögðu Super Mario Bros 1 og 3, og að sjálfsögðu Duck Hunt – leikinn með byssunni. Maggi frændi átti Mario númer 2 og einhvern leik sem innihélt 100 leiki. Ófá skiptin sem maður lék sér á þeim bænum, sællar minningar.

Ég keypti mér mína fyrstu leikjatölvu 7 ára gamall, en það var Sega Mega Drive II. Ég átti 2 leiki í hana í byrjun og aldrei meira en það. En annar þessara leikja lifir enn sem ein besta skemmtunin úr minni barnæsku. Þetta var leikurinn Sonic the hedgehog 2. Ég spilaði leikinn margoft, bæði heima hjá mér og hjá Ole, en ég held ég hafi aldrei komist lengra en borð 7. Ástæðan – það var ekki hægt að seiva! Bölvað, maður þurfti alltaf að byrja upp á nýtt í hvert einasta skipti sem maður vildi spila leikinn, ótrúlegt hvað maður nennti samt að spila þessi örfáu borð sem maður hafði tíma í hverju sinni. Ole átti svo böns af Sega leikjum, svo þangað leitaði maður ef maður vildi prófa eitthvað nýtt. Mortal Kombat 2 var að sjálfsögðu vinsæll hjá okkur ofbeldissjúklingunum, en hann var hægt að spila hjá svindlaranum í Seljavídjó og hjá Ole. Pálmi átti svo Fifa (96 væntanlega) og hann var spilaður svo mikið að það rauk úr tölvunni og fótboltahæfileikarnir lympuðust niður á sama tíma.

Auglýsingar

4 thoughts on “Tölvuleikjanostalgía – NES og SegaMega

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s