Þrautir sjóræningja

Ég byrjaði að horfa á myndina I’m not there, en það er mynd sem fjallar um sjálfan Bob Dylan, 5 leikarar (þar af ein kona) leika kappann í myndinni. Ég var búinn að horfa á hálftíma af myndinni, fannst hún vægast sagt ruglingsleg. Hún byrjaði á því að einhverjir blaðamenn voru að kalla Bob Dylan herra Quinn. Svo var skipt snögglega yfir í villta vestrið eða eitthvað álíka, einhverjir hestakallar og fleira og svo virtist sem allir vildu flytja úr bænum. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig villta vestrið tengdis Dylan á nokkurn hátt, og ekki bætti úr skák að allt í einu kom „nýr“ Dylan inn í myndina sem fór að bulla eitthvað. Ég taldi að þessi mynd væri bara í anda Dylan, mjög torskilin.

En þolinmæði mín til þessarar myndar var á þrotum. Ég slökkti því á myndinni eftir hálftíma áhorf. Ég uppgötvaði svo að ég hafði byrjað að horfa á seinni hluta myndarinnar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s