Lyktin á Grensásveginum

Dumla

Dumla, nýstrokkuð smjörskaka.

Hver kannast ekki við það að vera að keyra eða labba á Grensásveginum, nánar tiltekið hjá Skeifunni og finna þennan frábæra ilm sem leggur frá einhverju húsanna í nágrenninu. Það lífgar allavega alltaf pínulítið upp á grámygluna að finna snúðailminn sem berst frá Mylluverksmiðjunni sem er þarna að fjöldaframleiða brauð, snúða og aðra misholla (en vel lyktandi) hluti svo við getum notið þeirra.

Annars eru fleiri góðir hlutir á Grensásveginum. Aðeins ofar var staðsett bakarí sem hét Heildsölubakaríið ef mig minnir rétt (nú er þar annað bakarí). Amma mín og afi áttu heim þar þegar ég var lítill og það var órjúfanlegur partur af góðri heimsókn var að fá smá klink til að kaupa snúð með glassúr, eða sykri – en hið síðarnefnda hef ég því miður hvergi annars staðar séð, en það var allavega einfalt og gott. Og ég get vel trúað því að smjörkökurnar hafi verið nýstrokkaðar, eða Dumlur eins og þær heita á fagmáli.

Fleira gott er á Grensásveginum eins og t.d. Ísbúð Vesturbæjar sem er með útibú sitt þar. Ég er ekki frá því að útibúið sé hreinlega betri en orginallinn, allavega fannst mér bragðarefurinn vera íburðarmeiri þar heldur en á Melnum. Melurinn og Grensan fá allavega þumal upp fyrir góðan ís og ódýran ref!

Þegar ég er að skrifa þetta blogg er ég að átta mig hægt og rólega á því að Grensásinn er stórlega vanmetin gata, en þó svo fræg að þekktur einstaklingur ákvað að kenna sig við hana. Þarna er góður kínverskur veitingastaður sem heitir Tían, Rizzo pizzur eru fínar, PFAFF er skemmtilegasta nafn á búð sem ég hef heyrt.

Auglýsingar

2 thoughts on “Lyktin á Grensásveginum

  1. Ég vil nú leggja blessun mína á Office 1. Hver kannast ekki við að þurfa fara eftir miðnætti að kaupa svona sem eina plastmöppu með teygjum eða harðspjalda möppu fyrir tveggja gata blöð?
    Svo er alltaf gaman að fara í Hagkaup til að versla sér smá góðgæti eða kíkja á snyrtivörurnar. Mitt uppáhalds er nú að koma við hjá snyrtivörunum og prófa sömu varalitina á handarbakið aftur og aftur. Reyna sannfæra mig um það að ég vil e.t.v. þennan lit. En hvað… Ég ætti kannski að fresta að kaupa hann í kvöld. Ég kem bara aftur á morgun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s