Ofan á sænginni, undir dýnunni…

Ég held að það sé umþaðbil besta tilfinning í heimi þegar einhver tekur sig til og býr um mann í sænginni (þegar þú liggur og sængin er sett undir þig svo sængin er eins og svefnpoki…eða whatevahhh). Faðir minn gerði þetta við mig þegar ég var lítill og á hann mikið hrós skilið fyrir það, en ég þarf að fara að díla við Halldóru um að gera þetta við mig núna (vonandi ekki í skiptum fyrir meira uppvask þó!).

Samad

Samad að hræða úr öllum líftúruna

En það eru fleiri hlutir sem ég elska við sængur og rúmföt. Það er hægt að nota sængurnar sem risa kodda þegar maður horfir á sjónvarpið, sumir fá mikla ánægju úr því að klæðast lakinu og þykjast vera draugur (eins og Samad,  franskur stórvinur minn gerði á Draugasetrinu á Stokkseyri með 2.C í MS), og svo er hægt að nota rúmfötin sem fínan borðdúk eins og Guðbjörg frænka mín gerði á áramótunum fyrir nokkrum árum.

Veit annnars einhver hver fann upp sængina? Hann eða hún á allavega skilið knús enda hefur sú manneskja örugglega gert fleiri knús möguleg en ég kæri mig um að vita.

p.s. Biggi Lú, sorry að sá franski húðskammaði þig fyrir að skítfalla á frönskuprófinu um árið. Hann ætlaði að skamma mig en vissi ekki hvor Bigginn var að skíta upp á bak. Það var allavega sá sem kenndur er við Stein.

p.s.2 – Samad, omelette du fromages voulez vous silvou plet je’taime pétrole d’ail. (ísl. þýðing: Samad, ég vona að þú hafir fundið tilfinningatrefilinn góða.)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s