Lyktin á Grensásveginum

Dumla

Dumla, nýstrokkuð smjörskaka.

Hver kannast ekki við það að vera að keyra eða labba á Grensásveginum, nánar tiltekið hjá Skeifunni og finna þennan frábæra ilm sem leggur frá einhverju húsanna í nágrenninu. Það lífgar allavega alltaf pínulítið upp á grámygluna að finna snúðailminn sem berst frá Mylluverksmiðjunni sem er þarna að fjöldaframleiða brauð, snúða og aðra misholla (en vel lyktandi) hluti svo við getum notið þeirra.

Annars eru fleiri góðir hlutir á Grensásveginum. Aðeins ofar var staðsett bakarí sem hét Heildsölubakaríið ef mig minnir rétt (nú er þar annað bakarí). Amma mín og afi áttu heim þar þegar ég var lítill og það var órjúfanlegur partur af góðri heimsókn var að fá smá klink til að kaupa snúð með glassúr, eða sykri – en hið síðarnefnda hef ég því miður hvergi annars staðar séð, en það var allavega einfalt og gott. Og ég get vel trúað því að smjörkökurnar hafi verið nýstrokkaðar, eða Dumlur eins og þær heita á fagmáli.

Fleira gott er á Grensásveginum eins og t.d. Ísbúð Vesturbæjar sem er með útibú sitt þar. Ég er ekki frá því að útibúið sé hreinlega betri en orginallinn, allavega fannst mér bragðarefurinn vera íburðarmeiri þar heldur en á Melnum. Melurinn og Grensan fá allavega þumal upp fyrir góðan ís og ódýran ref!

Þegar ég er að skrifa þetta blogg er ég að átta mig hægt og rólega á því að Grensásinn er stórlega vanmetin gata, en þó svo fræg að þekktur einstaklingur ákvað að kenna sig við hana. Þarna er góður kínverskur veitingastaður sem heitir Tían, Rizzo pizzur eru fínar, PFAFF er skemmtilegasta nafn á búð sem ég hef heyrt.

Auglýsingar

Ofan á sænginni, undir dýnunni…

Ég held að það sé umþaðbil besta tilfinning í heimi þegar einhver tekur sig til og býr um mann í sænginni (þegar þú liggur og sængin er sett undir þig svo sængin er eins og svefnpoki…eða whatevahhh). Faðir minn gerði þetta við mig þegar ég var lítill og á hann mikið hrós skilið fyrir það, en ég þarf að fara að díla við Halldóru um að gera þetta við mig núna (vonandi ekki í skiptum fyrir meira uppvask þó!).

Samad

Samad að hræða úr öllum líftúruna

En það eru fleiri hlutir sem ég elska við sængur og rúmföt. Það er hægt að nota sængurnar sem risa kodda þegar maður horfir á sjónvarpið, sumir fá mikla ánægju úr því að klæðast lakinu og þykjast vera draugur (eins og Samad,  franskur stórvinur minn gerði á Draugasetrinu á Stokkseyri með 2.C í MS), og svo er hægt að nota rúmfötin sem fínan borðdúk eins og Guðbjörg frænka mín gerði á áramótunum fyrir nokkrum árum.

Veit annnars einhver hver fann upp sængina? Hann eða hún á allavega skilið knús enda hefur sú manneskja örugglega gert fleiri knús möguleg en ég kæri mig um að vita.

p.s. Biggi Lú, sorry að sá franski húðskammaði þig fyrir að skítfalla á frönskuprófinu um árið. Hann ætlaði að skamma mig en vissi ekki hvor Bigginn var að skíta upp á bak. Það var allavega sá sem kenndur er við Stein.

p.s.2 – Samad, omelette du fromages voulez vous silvou plet je’taime pétrole d’ail. (ísl. þýðing: Samad, ég vona að þú hafir fundið tilfinningatrefilinn góða.)