Ofan á sænginni, undir dýnunni…

Ég held að það sé umþaðbil besta tilfinning í heimi þegar einhver tekur sig til og býr um mann í sænginni (þegar þú liggur og sængin er sett undir þig svo sængin er eins og svefnpoki…eða whatevahhh). Faðir minn gerði þetta við mig þegar ég var lítill og á hann mikið hrós skilið fyrir það, en ég þarf að fara að díla við Halldóru um að gera þetta við mig núna (vonandi ekki í skiptum fyrir meira uppvask þó!).

Samad

Samad að hræða úr öllum líftúruna

En það eru fleiri hlutir sem ég elska við sængur og rúmföt. Það er hægt að nota sængurnar sem risa kodda þegar maður horfir á sjónvarpið, sumir fá mikla ánægju úr því að klæðast lakinu og þykjast vera draugur (eins og Samad,  franskur stórvinur minn gerði á Draugasetrinu á Stokkseyri með 2.C í MS), og svo er hægt að nota rúmfötin sem fínan borðdúk eins og Guðbjörg frænka mín gerði á áramótunum fyrir nokkrum árum.

Veit annnars einhver hver fann upp sængina? Hann eða hún á allavega skilið knús enda hefur sú manneskja örugglega gert fleiri knús möguleg en ég kæri mig um að vita.

p.s. Biggi Lú, sorry að sá franski húðskammaði þig fyrir að skítfalla á frönskuprófinu um árið. Hann ætlaði að skamma mig en vissi ekki hvor Bigginn var að skíta upp á bak. Það var allavega sá sem kenndur er við Stein.

p.s.2 – Samad, omelette du fromages voulez vous silvou plet je’taime pétrole d’ail. (ísl. þýðing: Samad, ég vona að þú hafir fundið tilfinningatrefilinn góða.)

Auglýsingar

TED púnturkomm

Afsakið þennan 9 mánaða langa bloggþurrk, ég kenni sjálfum mér alfarið um það. Ég stefni á að uppfæra þetta blogg svona þegar ég fæ löngun til, vonandi verður það þó oftar en þrisvar á ári. Læt ykkur vita á feisinu bara!

TEDEeeeníveij, ég hef verið að skoða svolítið síðuna TED.com. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta síða/verkefni sem gengur út á að fá frábæra fyrirlesara til að fjalla um eitthvað ákveðið efni. Þetta eru misfrægir fyrirlesarar, en flestallt sem ég hef séð er mjög gott, fræðandi og fyndið efni frá fólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði (t.d. talar James Cameron um Avatar myndina og Neil Pasricha fjallar um A-in þrjú í Awesome (attitude, awareness og authenticity), eða S-in þrjú eins og umferðar Einar myndi segja; viðhorf, vitund og frumleiki.

Neil þessi á heimasíðu sem var valinn Besta blogg veraldar á einhverri hátíð. En bloggsíðan hans er einföld en góð: Hún heitir 1000 awesome things, og þarna fjallar hann um þá hluti sem hann er ánægður með í lífinu, hann er búinn að telja upp rúmlega 660 hluti nú þegar, en stefnir allavega á 1000 (t.d. er hann yfir sig ánægður þegar tómatsósan sem fylgir frönskunum á veitingastaðnum er í hárréttu hlutfalli…ég ætti líka að þakka fyrir þetta, það skiptir mig þó mun meira máli að mjólkin sé í réttu hlutfalli við magn smákakanna sem ég borða :p )

Hann þakkar líka fyrir það þegar gestirnir taka það á sig að vaska upp, án þess að vera beðnir um það. Ég vildi að ég fengi jafn góða gesti og hann!

En allavega, TED.com er snilldar síða, ég vildi að diskarnir myndu þurrka sig sjálfir og ég ætti kannski að prófa að byrja á svona ánægjubloggi, það verður þó að passa sig að hafa það ekki of væmið 😮

 

 

…Hérna eru smákökurnar kannski fullmargar miðað við mjólkina

Þrautir sjóræningja

Ég byrjaði að horfa á myndina I’m not there, en það er mynd sem fjallar um sjálfan Bob Dylan, 5 leikarar (þar af ein kona) leika kappann í myndinni. Ég var búinn að horfa á hálftíma af myndinni, fannst hún vægast sagt ruglingsleg. Hún byrjaði á því að einhverjir blaðamenn voru að kalla Bob Dylan herra Quinn. Svo var skipt snögglega yfir í villta vestrið eða eitthvað álíka, einhverjir hestakallar og fleira og svo virtist sem allir vildu flytja úr bænum. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig villta vestrið tengdis Dylan á nokkurn hátt, og ekki bætti úr skák að allt í einu kom „nýr“ Dylan inn í myndina sem fór að bulla eitthvað. Ég taldi að þessi mynd væri bara í anda Dylan, mjög torskilin.

En þolinmæði mín til þessarar myndar var á þrotum. Ég slökkti því á myndinni eftir hálftíma áhorf. Ég uppgötvaði svo að ég hafði byrjað að horfa á seinni hluta myndarinnar!

Leyndardómar skýrslumálastofnunar

Hóruhús (brothel) er staður þar sem vændiskonurnar deila tekjum sínum með yfirmönnum staðarins – oft 50/50. Maddamann, eða eigandi staðarins sér um að redda kúnnum. Þær ganga úr skugga um að kúnninn sé ekki lögga í dulargervi og fleira í þeim dúr. Kúninn getur svo valið úr flokki vændiskvenna á staðnum. Vændiskonurnar starfa í mesta lagi í 5 ár á hverjum stað, því menn sem sækja hóruhús vilja hafa fjölbreytni í rekkjunautavali.

Það er öruggara fyrir vændiskonur að starfa á hóruhúsi. Þær eiga líka í nánari samskiptum við aðrar konur, og eignast jafnvel góðar vinlkonur – en það er sjaldgæft hjá götuhórum. Á móti kemur að hórur á hóruhúsi ráða ekki sínum vinnutíma sjálfar, og þær fá ekki allt kaupið til sín. Þær vændiskonur sem starfa sem „fylgdarkonur“ eða escorts fá hæstu launin eða þjórféð, en þær fara í hús eða á hótel þar sem kúninn bíður þeirra. Það getur hins vegar verið hættulegur leikur að leika, þær eru mjög berskjaldaðar á þessum slóðum og þær geta jafnvel verið drepnar.

p.s. Hefur einhver séð hina frægu mynd Leyndardóma skýrslumálastofnunar? Ekki ég, fyrir mér er hún enn mikill leyndardómur með skemmtilegt nafn

Tölvuleikjanostalgía – NES og SegaMega

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góður í tölvuleikjum. Ég held reyndar að það séu algjörar undantekningar ef ég næ að klára heilan tölvuleik. Fyrsta tölvan sem ég man eftir að hafa leikið mér í var eldgamla Nintendo, eða NES. Eftirminnilegasti leikurinn þaðan var boxleikur sem kenndur var við Mike Tyson. Svo var annar leikur sem að fjallaði um Nemó sem var í draumalandi fullu af sveppum og skrítnu liði. Svo átti maður að sjálfsögðu Super Mario Bros 1 og 3, og að sjálfsögðu Duck Hunt – leikinn með byssunni. Maggi frændi átti Mario númer 2 og einhvern leik sem innihélt 100 leiki. Ófá skiptin sem maður lék sér á þeim bænum, sællar minningar.

Ég keypti mér mína fyrstu leikjatölvu 7 ára gamall, en það var Sega Mega Drive II. Ég átti 2 leiki í hana í byrjun og aldrei meira en það. En annar þessara leikja lifir enn sem ein besta skemmtunin úr minni barnæsku. Þetta var leikurinn Sonic the hedgehog 2. Ég spilaði leikinn margoft, bæði heima hjá mér og hjá Ole, en ég held ég hafi aldrei komist lengra en borð 7. Ástæðan – það var ekki hægt að seiva! Bölvað, maður þurfti alltaf að byrja upp á nýtt í hvert einasta skipti sem maður vildi spila leikinn, ótrúlegt hvað maður nennti samt að spila þessi örfáu borð sem maður hafði tíma í hverju sinni. Ole átti svo böns af Sega leikjum, svo þangað leitaði maður ef maður vildi prófa eitthvað nýtt. Mortal Kombat 2 var að sjálfsögðu vinsæll hjá okkur ofbeldissjúklingunum, en hann var hægt að spila hjá svindlaranum í Seljavídjó og hjá Ole. Pálmi átti svo Fifa (96 væntanlega) og hann var spilaður svo mikið að það rauk úr tölvunni og fótboltahæfileikarnir lympuðust niður á sama tíma.

Háklassahórur

Call girl

Háklassahórur er það sem kallast „call girls“ á ensku – þið gætuð kannast við þær úr þáttunum Secret diary of a call girl. Þær njóta mestu virðingarinnar innan vændisbransans og þær fá hæstu launin – nokkurskonar aðalskonur vændisins. Þær rukka fleiri hundruð dollara fyrir hver mök, en sú upphæð getur orðið mun hærri. Þær hafa árstekjur sem jafnast á við það sem lögfræðingar eða læknar geta státað af. Þær eru betur menntaðar en aðrar hórur, fágaðari og klæða sig í dýr og elegant föt – þær klæða sig frekar upp sem viðskiptakonur heldur en hórur. Þær móðgast ef fólk kemur fram við þær eins og hverja aðra götuhóru, margar þeirra nota ekki einu sinni orðið vændiskona um sjálfa sig. Þær þykjast jafnvel vera kærustur kúnnans á almannafæri. Þær hafa líka ákveðið siðferði, og reyna ekki að féflétta kúnnan eða koma upp um hver hann er – en oft eru þetta hátt settir menn sem leita til þeirra.

En lífið er ekki alveg fullkomið fyrir þessar konur. Þegar þær eru með kúnna þá verða þær að hlýða því sem hann segir, jafnvel ef hann er súísædal paranóju geðklofasjúklingur með bleyjufetish. Kúnninn kaupir afnot af konunni í ákveðinn tíma, og hún verður að bjóða honum upp á það sem hann vill.

Vændi

Kona selur sig

Ég er að skrifa ritgerð um vændi, mjög áhugavert allt

saman. Í þekkingarleit minni hef ég meðal annars komist að því að vændiskonur hafa ekki meiri þörf fyrir samneyti við karlmenn en aðrar konur, vændi er ekki elsta atvinnugreinin (prestadómur er sú elsta), flestar vændiskonur eru ekki eiturlyfjafíklar – þó vissulega sé ákveðinn hluti þeirra það.

Það eru til nokkrar tegundir vændiskvenna. Fyrst ber að nefna götuhórur, en þær eru þær lægst settu. Þetta er hórurnar sem bíða eftir kúnnum úti á götuhorni og fara svo upp á hótelherbergi til að sinna kúnnanum. Oft bjóða þeir mönnum upp á einn snöggan í bílsætinu. Þar sem þær fá svo illa borgað reyna þær að ná sem flestum kúnnum á sem stystum tíma – hótelþjónustan tekur um 15-30 mínútur, en það er sannkölluð hraðþjónusta í bílaviðskiptunum, en þær gera sitt besta til að vera ekki lengur en 15 mínútur með kúnnanum. Þessar vændiskonur eru líklegastar til að vera misnotaðar – af kúnnum, pimpum og jafnvel lögreglunni. Þær neyðast til þess að taka þátt í grófustu kynlífsathöfnunum og lenda gjarnan í því að vera rændar, barðar eða þeim nauðgað. Þær sem ungar eru í bransanum (undir 16 ára) eru líklegastar til að lenda í þessum ófögnuði.

Í næsta bloggi mun ég fjalla um aðrar tegundir vændis.