TED púnturkomm

Afsakið þennan 9 mánaða langa bloggþurrk, ég kenni sjálfum mér alfarið um það. Ég stefni á að uppfæra þetta blogg svona þegar ég fæ löngun til, vonandi verður það þó oftar en þrisvar á ári. Læt ykkur vita á feisinu bara!

TEDEeeeníveij, ég hef verið að skoða svolítið síðuna TED.com. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta síða/verkefni sem gengur út á að fá frábæra fyrirlesara til að fjalla um eitthvað ákveðið efni. Þetta eru misfrægir fyrirlesarar, en flestallt sem ég hef séð er mjög gott, fræðandi og fyndið efni frá fólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði (t.d. talar James Cameron um Avatar myndina og Neil Pasricha fjallar um A-in þrjú í Awesome (attitude, awareness og authenticity), eða S-in þrjú eins og umferðar Einar myndi segja; viðhorf, vitund og frumleiki.

Neil þessi á heimasíðu sem var valinn Besta blogg veraldar á einhverri hátíð. En bloggsíðan hans er einföld en góð: Hún heitir 1000 awesome things, og þarna fjallar hann um þá hluti sem hann er ánægður með í lífinu, hann er búinn að telja upp rúmlega 660 hluti nú þegar, en stefnir allavega á 1000 (t.d. er hann yfir sig ánægður þegar tómatsósan sem fylgir frönskunum á veitingastaðnum er í hárréttu hlutfalli…ég ætti líka að þakka fyrir þetta, það skiptir mig þó mun meira máli að mjólkin sé í réttu hlutfalli við magn smákakanna sem ég borða :p )

Hann þakkar líka fyrir það þegar gestirnir taka það á sig að vaska upp, án þess að vera beðnir um það. Ég vildi að ég fengi jafn góða gesti og hann!

En allavega, TED.com er snilldar síða, ég vildi að diskarnir myndu þurrka sig sjálfir og ég ætti kannski að prófa að byrja á svona ánægjubloggi, það verður þó að passa sig að hafa það ekki of væmið 😮

 

 

…Hérna eru smákökurnar kannski fullmargar miðað við mjólkina

Auglýsingar

2 thoughts on “TED púnturkomm

  1. Mjólkin er aldrei í réttu hlutfalli við magn smákakanna sem ég borða!!:( Góður dagur til að blogga Biggi! Ég byrjaði einmitt líka á því í dag eftir langa pásu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s